Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 21:58 Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. „Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðheppnum bardagahundum ríkisstjórnarinnar snúa algjörlega á hvolf málflutningi stjórnarandstöðunnar, og þar á meðal sjálfrar mín, í því snúna máli sem skekið hefur samfélagið síðustu 10 daga varðandi afsögn fyrrum barna- og menntamálaráðherra,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér fyrir viku eftir að upp kom að hún hefði átt barn með unglingspilti þegar hún sjálf var rúmlega tvítug. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum lengi haft gaman að Össuri Skarphéðinssyni. Við göntumst með að þegar hans fólk lendi í vanda megi setja af stað skeiðklukkuna og telja niður þar til hann mætir fram á ritvöllinn með blammeringar gagnvart þeim sem dirfast að spyrja erfiðra spurninga - og því meiri sem Össur metur vanda síns fólks því hærra reiðir hann til höggs,“ skrifar Hildur. Hildur segir Össur beita taktík til að þagga niður andstæðingum í erfiðum málum og sé skýr fylgni á milli þess hve stór og erfið málin séu og hversu mikið sé „æpt á þá sem benda á brestina og hversu annarlegar hvatir þeim eru gerðar upp.“ „Það er enda ekkert óskynsamleg taktík ef tilgangurinn helgar eingöngu meðalið. Við erum jú öll manneskjur og það getur verið erfitt að sitja undir opinberum svipuhöggum og jafnvel freistandi að láta bara kyrrt liggja til að forðast höggin.“ Kristrún ekki farið með rétt mál í pontu „Mér er þess vegna bæði skylt og rétt að verjast þessari aðför. Til að freista þess að halda til haga því sem er satt og rétt varðandi aðkomu okkar á málinu vil ég tæpa á nokkrum staðreyndum,“ skrifar Hildur. „Það er í fyrsta lagi lykilatriði að hafa í huga að það mál, um margt sorglega, sem varð til þess að ráðherra sagði af sér er aldeilis ótengt máli því sem varðar aðkomu forsætisráðherra í aðdraganda þess.“ Hún segir stjórnarandstöðuna ekki hafa haft neina aðkomu af afsögn Ásthildar Lóu. Áður hefur komið fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig borist ábending um málið. Össur ritaði þá pistil á Facebook þar sem hann kallaði eftir því að aðkoma Áslaugar ætti að vera rannsökuð. Hún svaraði með sínum eigin pistli þar sem hún sagðist ekki hafa haft nein samskipti við fjölmiðla um málið. „Hins vegar hefur stjórnarandstaðan eins og eðlilegt er beint sjónum sínum að aðkomu forsætisráðherra í málinu enda er í þeim anga málsins margt sem orkar tvímælis,“ skrifar Hildur. „Í fyrsta lagi er um að ræða hina pólitísku spurningu; af hverju forsætisráðherra kaus að gera ekkert í heila viku, eða þar til málið var komið til fjölmiðla, með þær upplýsingar sem var komið á framfæri til forsætisráðherra eins og málið leit út þá. Í öðru lagi eru spurningar sem vakna um stjórnsýslumeðferð málsins varðandi hvernig var haldið á trúnaði varðandi þær upplýsingar og gagnvart þeim aðila sem kom þeim á framfæri. Í þriðja lagi vakna spurningar varðandi sannleiksgildi orða forsætisráðherra um málsmeðferðina.“ Hún segir að ósamræmi hafi verið í orðræðu Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og sakar hana um að hafa farið með rangt mál „um ákveðinn þátt málsins“ í pontu Alþingis. Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Hildur leggur samt sem áður áherslu á að athugasemdir hennar snúi einvörðungu að ákvörðunum forsætisráðherra. Ekkert snúi að persónu Ásthildar Lóu. „Það er skiljanlegt að í huga margra sé erfitt að skilja þar á milli en þar er þó alveg skýr greinarmunur á og við í stjórnarandstöðunni höfum virt þann greinarmun eftir fremsta megni,“ skrifar hún. Össur muni ekki takast á ógna stjórnarandstöðunni Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Að sögn Hildar séu ríkisstjórnarflokkarnir að verja sig sjálfa og breyta umræðunni. „Össur veit fullvel að hér er trúverðugleiki forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar, að veði. En stjórnarliðum, Össuri og öðrum fylgihnöttum þeirra á samfélagsmiðlum mun ekki takast að ógna okkur til aðgerðarleysis í þessu máli frekar en öðrum,“ skrifar Hildur. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa lagt sig fram í að fjalla málefnalega um málið en samt sem áður megi alltaf gera betur „Það er skýrt hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki að benda á brotalamirnar sem verða á vegi hennar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með orðheppnum bardagahundum ríkisstjórnarinnar snúa algjörlega á hvolf málflutningi stjórnarandstöðunnar, og þar á meðal sjálfrar mín, í því snúna máli sem skekið hefur samfélagið síðustu 10 daga varðandi afsögn fyrrum barna- og menntamálaráðherra,“ skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, sagði af sér fyrir viku eftir að upp kom að hún hefði átt barn með unglingspilti þegar hún sjálf var rúmlega tvítug. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum lengi haft gaman að Össuri Skarphéðinssyni. Við göntumst með að þegar hans fólk lendi í vanda megi setja af stað skeiðklukkuna og telja niður þar til hann mætir fram á ritvöllinn með blammeringar gagnvart þeim sem dirfast að spyrja erfiðra spurninga - og því meiri sem Össur metur vanda síns fólks því hærra reiðir hann til höggs,“ skrifar Hildur. Hildur segir Össur beita taktík til að þagga niður andstæðingum í erfiðum málum og sé skýr fylgni á milli þess hve stór og erfið málin séu og hversu mikið sé „æpt á þá sem benda á brestina og hversu annarlegar hvatir þeim eru gerðar upp.“ „Það er enda ekkert óskynsamleg taktík ef tilgangurinn helgar eingöngu meðalið. Við erum jú öll manneskjur og það getur verið erfitt að sitja undir opinberum svipuhöggum og jafnvel freistandi að láta bara kyrrt liggja til að forðast höggin.“ Kristrún ekki farið með rétt mál í pontu „Mér er þess vegna bæði skylt og rétt að verjast þessari aðför. Til að freista þess að halda til haga því sem er satt og rétt varðandi aðkomu okkar á málinu vil ég tæpa á nokkrum staðreyndum,“ skrifar Hildur. „Það er í fyrsta lagi lykilatriði að hafa í huga að það mál, um margt sorglega, sem varð til þess að ráðherra sagði af sér er aldeilis ótengt máli því sem varðar aðkomu forsætisráðherra í aðdraganda þess.“ Hún segir stjórnarandstöðuna ekki hafa haft neina aðkomu af afsögn Ásthildar Lóu. Áður hefur komið fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði einnig borist ábending um málið. Össur ritaði þá pistil á Facebook þar sem hann kallaði eftir því að aðkoma Áslaugar ætti að vera rannsökuð. Hún svaraði með sínum eigin pistli þar sem hún sagðist ekki hafa haft nein samskipti við fjölmiðla um málið. „Hins vegar hefur stjórnarandstaðan eins og eðlilegt er beint sjónum sínum að aðkomu forsætisráðherra í málinu enda er í þeim anga málsins margt sem orkar tvímælis,“ skrifar Hildur. „Í fyrsta lagi er um að ræða hina pólitísku spurningu; af hverju forsætisráðherra kaus að gera ekkert í heila viku, eða þar til málið var komið til fjölmiðla, með þær upplýsingar sem var komið á framfæri til forsætisráðherra eins og málið leit út þá. Í öðru lagi eru spurningar sem vakna um stjórnsýslumeðferð málsins varðandi hvernig var haldið á trúnaði varðandi þær upplýsingar og gagnvart þeim aðila sem kom þeim á framfæri. Í þriðja lagi vakna spurningar varðandi sannleiksgildi orða forsætisráðherra um málsmeðferðina.“ Hún segir að ósamræmi hafi verið í orðræðu Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og sakar hana um að hafa farið með rangt mál „um ákveðinn þátt málsins“ í pontu Alþingis. Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Hildur leggur samt sem áður áherslu á að athugasemdir hennar snúi einvörðungu að ákvörðunum forsætisráðherra. Ekkert snúi að persónu Ásthildar Lóu. „Það er skiljanlegt að í huga margra sé erfitt að skilja þar á milli en þar er þó alveg skýr greinarmunur á og við í stjórnarandstöðunni höfum virt þann greinarmun eftir fremsta megni,“ skrifar hún. Össur muni ekki takast á ógna stjórnarandstöðunni Síðan, í stað þess að svara spurningunum, hafi Kristrún sagt stjórnarandstöðunni að ekki eigi að gera pólitík úr þessu máli. Að sögn Hildar séu ríkisstjórnarflokkarnir að verja sig sjálfa og breyta umræðunni. „Össur veit fullvel að hér er trúverðugleiki forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar, að veði. En stjórnarliðum, Össuri og öðrum fylgihnöttum þeirra á samfélagsmiðlum mun ekki takast að ógna okkur til aðgerðarleysis í þessu máli frekar en öðrum,“ skrifar Hildur. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa lagt sig fram í að fjalla málefnalega um málið en samt sem áður megi alltaf gera betur „Það er skýrt hlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðisríki að benda á brotalamirnar sem verða á vegi hennar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira