Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 21:15 Hamasliðar vonast til að vopnahlé náist áður en hátíðin Eid al-Fitr hefjist. AP/Jehad Alshrafi Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21
Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31