Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 29. mars 2025 18:02 Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun