Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun