Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 08:01 Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Í hugtakastríðinu er allt gert til þess að koma því inn í daglega orðanotkun að veiðigjöldin, sem í senn eru afnotagjöld og auðlindagjöld, séu ekki gjöld heldur skattur. Það er auðvitað gert í þeim tilgangi að aftengja þau augljósu sannindi að útgerðin á að borga þjóðinni gjald fyrir að fá að veiða fiskinn sem þjóðin á. Látum ekki teyma okkur í þann hliðarveruleika að fara að kalla réttlát veiðigjöld auðlindaskatt. Með því gerum við lítið úr eignarhaldi þjóðarinnar á fiskimiðunum og færum það yfir til útgerðarinnar. Lögin heita „lög um veiðigjald“ en ekki lög um auðlindaskatt. Það hlýtur að teljast sanngjarnt, að ef þú viljir nýta það sem er í eigu annarra þá greiðir þú gjald fyrir það. Rétt eins og þegar við greiðum fyrir bíómiða eða þegar ég fór og leigði mér spólu í Sælgætis- og vídeóhöllinni forðum daga í Garðabæ. Ég leit aldrei svo á að ég væri að borga skatt þegar ég fékk afnot af verðmætum sem annar átti gegn greiðslu. Þetta er allt reynt að flækja í því skyni að auðskiljanleg og sanngjörn gjaldtaka breytist hægt og bítandi í ósanngjarna skattheimtu. Veiðigjöld fara eðlilega í ríkissjóð, enda er þetta gjald fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar. Í lögum um veiðigjald kemur fram að það eigi að standa undir kostnaði ríkisins við greinina og einnig til þess að landsmenn fái sanngjarnt gjald þegar aðrir nýta þessa sameign þjóðarinnar. Í dag stendur veiðigjaldið ekki einu sinni undir kostnaði ríkisins við greinina. Og þá er allt hitt eftir. Upphæðin er með öðrum orðum langt frá því að ná markmiðinu sem sett er í lögunum. Þjóðin er að verða af mikilvægum fjármunum vegna þess að það hefur verið val fyrri ríkisstjórna að innheimta veiðigjöld með ósanngjörnum hætti. Lögð er áhersla á að með þessari leiðréttingu verði fjármagnið nýtt í innviðauppbyggingu víðsvegar um landið. Of lengi höfum við heyrt fréttir af óásættanlegu ástandi vega, orkuinnviða og annarra lykilinnviða um landið. Á sama tíma höfum við innheimt veiðigjöld sem eru mun lægri en raunvirði þess afla sem veitt er. Það er tímabært að veiðigjöldin nýtist í þágu þjóðarinnar og endurspegli raunverulegt virði þjóðarauðlindarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun