Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 23:25 Mette Frederiksen segir Atlantshafsbandalagið þurfa að stórauka viðveru sína á norðurslóðum. EPA/Bo Amstrup Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hún birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún segir orðræðu J.D. Vance varaforseta í garð dönsku þjóðarinnar ósanna. Hann fór hörðum orðum um dönsk stjórnvöld í heimsókn sinni á herstöðina bandarísku í Pituffik á Grænlandi þar sem hann er í opinberri heimsókn, í óþökk stjórnvalda bæði í Kaupmannahöfn og Nuuk. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði hann meðal annars. Frederiksen segir Danmörku góðan og sterkan bandamann. „Það erum við í samhengi ógnarinnar úr Rússlandi. Og við höfum aukið útgjöld til varnarmála svo eftir er tekið. Í mörg ár höfum við staðið við hlið Bandaríkjamanna í erfiðum aðstæðum. Því er það ekki með sanngjörnum hætti sem varaforsetinn talar um Danmörku,“ segir hún. Mette Frederiksen segir þó að það sé rétt að aukna áherslu þurfi að leggja á öryggismál á norðurheimskautinu. Danir séu að auka eftirlit sitt og styrkja hernaðarlega viðveru sína með smíðum nýrra skipa, dróna og gervihnatta. Hún bendir jafnframt á að Grænland sé einnig hluti af Atlantshafsbandalaginu og því þurfi bandalagið að stórauka viðveru sína á heimskautinu. Við erum tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum dag og nótt. Slíkt samstarf þarf að grundvallast á hinum nauðsynlegu alþjóðlegu leikreglum. Og á auknum vörnum fyrir alla hluta Atlantshafsbandalagsins,“ segir Mette.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira