„Það er skítkalt hérna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 18:49 Blíðviðri tók á móti Vance en ansi kalt er í veðri. AP/Jim Watson Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. Svo að sanngirni sé gætt var ansi kalt á norðanverðu Grænlandi í dag og mældist hátt í 20 gráða frost. Til stóð að bandarísk sendinefnd sem samanstóð af eiginkonu varaforsetans, henni Ushu Vance, Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafa og Chris Wright orkumálaráðherra færi til Grænlands í dag en hætt var við þá ferð eftir harkaleg viðbrögð bæði í Nuuk og Kaupmannahöfn. Ákveðið var að lokum að J.D. Vance varaforseti og eiginkona hans myndu í staðinn heimsækja herstöðina bandarísku í Pituffik á norðvestanverðu Grænlandi. Þar hafa Bandaríkjamenn starfrækt nyrstu herstöð sína um 1500 kílómetrum norður af Nuuk síðan 1953. Lengst af hefur herstöðin gengið undir nafninu Thule eftir landinu goðsagnakennda í norðri Ultima Thule en var endurnefnt Pituffik árið 2023. Eiðið sem stöðin stendur á hefur alla tíð gengið undir því nafni meðal Grænlendinga. Tvískinnungur í afstöðu til sjálfsákvörðunarréttar Tímasetning heimsóknar þessarar bandarísku sendinefndar, í óþökk Grænlendinga, er einnig þýðingarmikil að því leytinu til að í dag tók ný landstjórn við taumunum í Nuuk. Breið samsteypustjórn þvert yfir hina pólitísku miðju sem leggur mikla áherslu á að koma skýrum skilaboðum til ráðamanna í Washington um að þeir láti af yfirlýsingum sínum um að innlima Grænland inn í Bandaríkin. Sjá einnig: Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Bæði Vance varaforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa úttalað sig um mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar grænlensku þjóðarinnar og þá miklu virðingu sem þeir bera fyrir Grænlendingum. „Við berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlands en mín skilaboð til þeirra eru að ég held að þið yrðuð talsvert öruggari undir bandarískri öryggisregnhlíf heldur þið hafið verið undir þeirri dönsku. Þeir láta hugrakka Bandaríkjamenn sjá um allt og vilja að við borgum brúsann,“ sagði Vance meðal annars á blaðamannafundi í Pituffik í dag. Innlimun nauðsynleg fyrir heimsfrið Ljóst þykir að markhópur ræðuhaldanna á herstöðinni í dag sé ráðherrar í Kristjánsborg frekar en óbreyttir fótgönguliðar á hjara veraldar. Vance varaforseti sagði við stjórnendur á herstöðinni, og bandaríska fjölmiðla, að það væri ekki bara í þágu öryggis Grænlendinga að Bandaríkin hefðu aukin umsvif á þessum slóðum. Á afskekktu umhverfi stöðvarinnar búa um þúsund Grænlendingar sem voru hraktir frá heimaslóðum sínum norður til Qaanaaq þegar herstöðin var reist í Pituffik. Sjá einnig: Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Það sé fyrst og fremst í þágu „heimsfriðar“ og að það þyrftu ráðamenn í Evrópu að skilja. „Og ef þeir skilja það ekki neyðumst við til að útskýra það fyrir þeim,“ sagði Vance. „Ef maður lítur á Grænland núna, siglingarleiðirnar, þá erum við með kínversk og rússnesk skip um allar tryssur, það getum við ekki haft. Við ætlum ekki að treysta á Danmörku eða neinn annan til að bregðast við þessari stöðu,“ sagði hann. Danir hafi ekki staðið sig Hann segir Danmörku hafa vanfjármagnað öryggismálin og segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti fyrir að „hafa orð á því augljósa.“ Nefnilega því að Danir hafa ekki staðið sína pligt. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Það þarf að breytast og það er vegna þess að það hafi ekki breyst að stefna Trumps forseta í málefnum Grænlands er eins og hún er,“ bætti hann við. Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32 Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. 25. mars 2025 13:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Svo að sanngirni sé gætt var ansi kalt á norðanverðu Grænlandi í dag og mældist hátt í 20 gráða frost. Til stóð að bandarísk sendinefnd sem samanstóð af eiginkonu varaforsetans, henni Ushu Vance, Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafa og Chris Wright orkumálaráðherra færi til Grænlands í dag en hætt var við þá ferð eftir harkaleg viðbrögð bæði í Nuuk og Kaupmannahöfn. Ákveðið var að lokum að J.D. Vance varaforseti og eiginkona hans myndu í staðinn heimsækja herstöðina bandarísku í Pituffik á norðvestanverðu Grænlandi. Þar hafa Bandaríkjamenn starfrækt nyrstu herstöð sína um 1500 kílómetrum norður af Nuuk síðan 1953. Lengst af hefur herstöðin gengið undir nafninu Thule eftir landinu goðsagnakennda í norðri Ultima Thule en var endurnefnt Pituffik árið 2023. Eiðið sem stöðin stendur á hefur alla tíð gengið undir því nafni meðal Grænlendinga. Tvískinnungur í afstöðu til sjálfsákvörðunarréttar Tímasetning heimsóknar þessarar bandarísku sendinefndar, í óþökk Grænlendinga, er einnig þýðingarmikil að því leytinu til að í dag tók ný landstjórn við taumunum í Nuuk. Breið samsteypustjórn þvert yfir hina pólitísku miðju sem leggur mikla áherslu á að koma skýrum skilaboðum til ráðamanna í Washington um að þeir láti af yfirlýsingum sínum um að innlima Grænland inn í Bandaríkin. Sjá einnig: Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Bæði Vance varaforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa úttalað sig um mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar grænlensku þjóðarinnar og þá miklu virðingu sem þeir bera fyrir Grænlendingum. „Við berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlands en mín skilaboð til þeirra eru að ég held að þið yrðuð talsvert öruggari undir bandarískri öryggisregnhlíf heldur þið hafið verið undir þeirri dönsku. Þeir láta hugrakka Bandaríkjamenn sjá um allt og vilja að við borgum brúsann,“ sagði Vance meðal annars á blaðamannafundi í Pituffik í dag. Innlimun nauðsynleg fyrir heimsfrið Ljóst þykir að markhópur ræðuhaldanna á herstöðinni í dag sé ráðherrar í Kristjánsborg frekar en óbreyttir fótgönguliðar á hjara veraldar. Vance varaforseti sagði við stjórnendur á herstöðinni, og bandaríska fjölmiðla, að það væri ekki bara í þágu öryggis Grænlendinga að Bandaríkin hefðu aukin umsvif á þessum slóðum. Á afskekktu umhverfi stöðvarinnar búa um þúsund Grænlendingar sem voru hraktir frá heimaslóðum sínum norður til Qaanaaq þegar herstöðin var reist í Pituffik. Sjá einnig: Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Það sé fyrst og fremst í þágu „heimsfriðar“ og að það þyrftu ráðamenn í Evrópu að skilja. „Og ef þeir skilja það ekki neyðumst við til að útskýra það fyrir þeim,“ sagði Vance. „Ef maður lítur á Grænland núna, siglingarleiðirnar, þá erum við með kínversk og rússnesk skip um allar tryssur, það getum við ekki haft. Við ætlum ekki að treysta á Danmörku eða neinn annan til að bregðast við þessari stöðu,“ sagði hann. Danir hafi ekki staðið sig Hann segir Danmörku hafa vanfjármagnað öryggismálin og segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti fyrir að „hafa orð á því augljósa.“ Nefnilega því að Danir hafa ekki staðið sína pligt. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Það þarf að breytast og það er vegna þess að það hafi ekki breyst að stefna Trumps forseta í málefnum Grænlands er eins og hún er,“ bætti hann við.
Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32 Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. 25. mars 2025 13:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04
Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32
Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. 25. mars 2025 13:54