Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar 28. mars 2025 09:32 Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar