Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 23:00 Mark Carney,forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. „Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
„Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira