Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 27. mars 2025 14:16 Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun