Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 27. mars 2025 13:02 Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun