Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 20:51 Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. Vísir/Ívar Fannar Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42