Íslenski landsliðsfyrirliðinn var einnig á bekknum í fyrri leik liðanna en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Þeim leik lauk með 2-0 sigri Lyon og því þarf Bayern svo sannarlega á kraftaverki að halda í kvöld.
Leikur Lyon og Bayern hófst nú klukkan 17.45. Síðar í kvöld tekur Arsenal á móti Real Madríd en þar leiða gestirnir frá Spáni einnig 2-0.