Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. mars 2025 14:14 Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð segist ekki í aðstöðu til að gagnrýna laun bæjarstjóra. Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira