24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 11:40 Gounsa-hofið, einnig kallað Unramsa, brann til kaldra kola í eldunum. AP/Yonhap/Baek Seung-reol/Kim Do-hoon Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra.
Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira