Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Katrín og T'omas hafa komið sér vel fyrir í Danmörku. Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira