Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 07:29 Jakob Ingebrigtsen í dómsal í Sandnes í gær. epa/Lise Aserud Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert hófust í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, ofbeldi. Gjert var þjálfari sona sinna áður en þeir ráku hann og slitu á öll samskipti við hann. Jakob mætti fyrir rétt í gær og í fjóra klukkutíma lýsti hann ofbeldinu sem faðir hans beitti hann yfir langt tímabil. Hann lamdi hann ítrekað og hótaði að drepa hann. Jakob rifjaði meðal annars upp þegar faðir hans kýldi hann margoft í höfuðið eftir að aðili frá skóla hans hafði samband og vildi ræða við móður hans. Jakob var þá aðeins sjö eða átta ára. „Ég stend í eldhúsinu og horfi niður. Sakborningurinn stendur yfir mér og öskrar að ég sé lygari og ég sé að ljúga í lengri tíma áður en hann byrjar að slá mig í höfuðið. Ég reyni að verjast ofbeldinu áður en hann tekur hendur mínar og setur þær til hliðar áður en hann heldur áfram að lemja mig í höfuðið,“ sagði Jakob fyrir rétti í gær. „Ég veit ekki hversu oft ég var laminn en mér leið eins og þetta væri langur tími. Einhvers staðar milli tíu og tuttugu sinnum þegar ég reyni bara að verja mig.“ Jakob Ingebrigtsen ásamt lögmanni sínum, Mette Yvonne Larsen.epa/Lise Aserud Faðir Jakobs henti honum einnig af vespu og sparkaði í maga hans þegar hann lá í götunni. Jakob var þá átta eða níu ára. Jakob lýsti því einnig hvernig faðir hans reyndi að stöðva samband hans og núverandi eiginkonu hans, Elisabeth. Þau kynntust þegar þau voru sextán ára. Þegar Jakob vildi flytja að heiman átján ára brjálaðist faðir hans og kallaði hann hryðjuverkamann. Faðir Jakobs hótaði líka að berja hann til dauða þegar hann var unglingur og þeir voru í bíl með nokkrum fjölskyldumeðlimum. Jakob er einn sigursælasti hlaupari seinni tíma. Hann hefur meðal annars unnið tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum.epa/JESSICA LEE Jakob sagði að ofbeldið sem faðir hans beitti hann hafi valdið honum miklum skaða. Hann eigi erfitt með að sýna tilfinningar og treysta fólki. Auk þess að vera sakaður um að hafa beitt Jakob ofbeldi er Gjert ákærður fyrir illa meðferð á Ingrid. Eftir að Ingebrigtsen-bræðurnir komust að því að faðir þeirra hefði lamið Ingrid í bringuna með blautu handklæði ákváðu þeir að stíga fram og segja opinberlega frá ofbeldinu sem þeir voru beittir. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Gjert gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira