Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2025 18:41 Ágústa Ágústsdóttir er varaþingmaður Miðflokksins. Samsett/Alþingi/Vilhelm Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði. „Þetta var erfitt og adrenalínið var á fullu og allt því sem fylgir en mikils virði að fá að geta notað þetta tækifæri til að tala í pontu á Alþingi um þetta mikilvæga mál,“ sagði Ágústa í Reykjavík síðdegis. Ágústa skrifaði ræðuna í gærkvöldi en hún hafði hugsað um að ræða þetta í þrjár vikur áður. „Þetta var síðasta tækifærið sem ég hafði til að ræða hluti sem mig langaði að ræða og ákvað að láta slag standa,“ sagði Ágústa sem sinnti þingstörfum í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins. Reyndi að verja gerandann Ágústa var í sambandinu í samtals fjórtán ár. „Meðvirknin er svo ofboðslega stór hluti af ofbeldissamböndum,“ segir hún. „Þetta er ein af grunnstoðum ofbeldis. Á meðan við tölum ekki um meðvirknina eða horfumst í augu hennar og förum að vinna gegn henni þá blómstrar ofbeldi alltaf í skjóli þess.“ Hún segir árin fjórtán hafa einkennst af því að reyna lifa af. „Besta lýsingin á því hvernig maður er er þegar maður er í því að verja gerandann grimmilega eins og ég gerði,“ segir hún. Maðurinn sem um ræðir heitir Jón Þór Dagbjartsson. Hann var dæmdur í fangelsi árið 2010 fyrir brot gegn stúlkum á meðferðarheimilinu Árbót en hann starfaði þar. Í desember sama ár mætti Ágústa í viðtal á Bylgjunni þar sem hún sagðist trúa því að hann væri saklaus. Jón Þór var dæmdur bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. „Þarna má segja að holdgervingur meðvirkninnar hafi verið mættur,“ segir Ágústa um viðtalið. Aðspurð út í hvort hún hafi trúað því að hann væri saklaus segir Ágústa erfitt að segja já eða nei. „Þú vilt ekki trúa því og innst inni vonar þú að þetta sé ekki satt. Maður er í mikilli afneitun og þú heldur haldreipi í allt sem að geti sýnt fram á sakleysið. Á þessum tíma var ofboðslega mikið í gangi. Það eina sem mér fannst eiga eftir að gerast á þessum tíma var að jörðin myndi opnast og gleypa mig. Ég var í raun bara að berjast fyrir lífi mínu og öllu sem ég var búin að berjast fyrir í svö mörg ár.“ „Þess vegna er svo ofboðslega mikilvægt að kerfið sé til staðar allan sólarhringinn.“ Óttinn vaknaði eftir árás á Vopnafirði „Það má nefna það að þegar ég kemst frá honum í þriðja skiptið fer hann í nýja sambúð á Vopnafirði. Hann er sá sem að réðst á og reyndi að myrða sambýliskonuna sína þar,“ segir Ágústa. Jón Þór var ákærður í janúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína í október árið 2024. Hann er grunaður um að hafa ráðist á konuna með járnkarli. Að sögn Ágústu sýndi það mál hvernig kerfið geti brugðist þolendum. „Þegar ofbeldismaðurinn er í sambandi við aðra manneskju má orða það þannig að ég er þá örugg á meðan. Þá er hann að murka lífið úr einhverri annarri. Það er ljótt að segja það en svona er þetta á meðan það er ekkert grípur okkur og heldur utan um okkar.“ Eftir þessa árás vaknaði aftur upp ótti hjá Ágústu. Líkt og hún sagði í ræðu sinni á Alþingi hafi Jón Þór áður talað um að myrða hana. „Hann var búinn að hóta mér þessu, þá erum við komin með mann sem hefur engu að tapa lengur,“ segir hún. Hún geti ekki hringt í lögreglu og sagst óttast um öryggi sitt. „Lögreglan getur ekkert gert því afbrotið hefur ekki gerst gagnvart mér.“ Taka þurfi dómskerfið í gegn Að sögn Ágústu sé margt sem hægt er að gera til að styðja við þolendur heimilisofbeldis. Í fyrsta lagi þurfi að opna umræðuna um meðvirkni sem sé skemmandi afl í samfélaginu. „Við þurfum að fara taka dómskerfið í gegn. Það er ekkert eðlilegt við það að ofbeldismenn sem eru dæmdir í kannski tvö þrjú ár fyrir gríðarleg alvarleg afbrot og ofbeldi losni svo út eftir einhverja örfáa mánuði og eru lausir í lengri tíma áður en þeir fara inn. Eftir situr þolandinn með skaða fyrir lífstíð.“ Taka þurfi fyrir fangelsismálin sjálf, bæta endurhæfingu fanga en einnig vera með úrræði fyrir þá fanga sem teljast hættulegir samfélaginu. Afleiðingar fylgja fólki út lífið Ágústa segir afleiðingar ofbeldis fylgja fólki út lífið og hún sjálf sé ekki undanskilin því. Erfiðasta skrefið sé að biðja um hjálp. „Ég lofa ykkur því að þegar þið réttið út höndina er dásamlegasta tilfinning í heimi að finna að það er einhver hinu megin sem getur gripið í hana,“ segir Ágústa við konur sem séu í sömu stöðu og hún. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Vopnafjörður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Þetta var erfitt og adrenalínið var á fullu og allt því sem fylgir en mikils virði að fá að geta notað þetta tækifæri til að tala í pontu á Alþingi um þetta mikilvæga mál,“ sagði Ágústa í Reykjavík síðdegis. Ágústa skrifaði ræðuna í gærkvöldi en hún hafði hugsað um að ræða þetta í þrjár vikur áður. „Þetta var síðasta tækifærið sem ég hafði til að ræða hluti sem mig langaði að ræða og ákvað að láta slag standa,“ sagði Ágústa sem sinnti þingstörfum í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins. Reyndi að verja gerandann Ágústa var í sambandinu í samtals fjórtán ár. „Meðvirknin er svo ofboðslega stór hluti af ofbeldissamböndum,“ segir hún. „Þetta er ein af grunnstoðum ofbeldis. Á meðan við tölum ekki um meðvirknina eða horfumst í augu hennar og förum að vinna gegn henni þá blómstrar ofbeldi alltaf í skjóli þess.“ Hún segir árin fjórtán hafa einkennst af því að reyna lifa af. „Besta lýsingin á því hvernig maður er er þegar maður er í því að verja gerandann grimmilega eins og ég gerði,“ segir hún. Maðurinn sem um ræðir heitir Jón Þór Dagbjartsson. Hann var dæmdur í fangelsi árið 2010 fyrir brot gegn stúlkum á meðferðarheimilinu Árbót en hann starfaði þar. Í desember sama ár mætti Ágústa í viðtal á Bylgjunni þar sem hún sagðist trúa því að hann væri saklaus. Jón Þór var dæmdur bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. „Þarna má segja að holdgervingur meðvirkninnar hafi verið mættur,“ segir Ágústa um viðtalið. Aðspurð út í hvort hún hafi trúað því að hann væri saklaus segir Ágústa erfitt að segja já eða nei. „Þú vilt ekki trúa því og innst inni vonar þú að þetta sé ekki satt. Maður er í mikilli afneitun og þú heldur haldreipi í allt sem að geti sýnt fram á sakleysið. Á þessum tíma var ofboðslega mikið í gangi. Það eina sem mér fannst eiga eftir að gerast á þessum tíma var að jörðin myndi opnast og gleypa mig. Ég var í raun bara að berjast fyrir lífi mínu og öllu sem ég var búin að berjast fyrir í svö mörg ár.“ „Þess vegna er svo ofboðslega mikilvægt að kerfið sé til staðar allan sólarhringinn.“ Óttinn vaknaði eftir árás á Vopnafirði „Það má nefna það að þegar ég kemst frá honum í þriðja skiptið fer hann í nýja sambúð á Vopnafirði. Hann er sá sem að réðst á og reyndi að myrða sambýliskonuna sína þar,“ segir Ágústa. Jón Þór var ákærður í janúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína í október árið 2024. Hann er grunaður um að hafa ráðist á konuna með járnkarli. Að sögn Ágústu sýndi það mál hvernig kerfið geti brugðist þolendum. „Þegar ofbeldismaðurinn er í sambandi við aðra manneskju má orða það þannig að ég er þá örugg á meðan. Þá er hann að murka lífið úr einhverri annarri. Það er ljótt að segja það en svona er þetta á meðan það er ekkert grípur okkur og heldur utan um okkar.“ Eftir þessa árás vaknaði aftur upp ótti hjá Ágústu. Líkt og hún sagði í ræðu sinni á Alþingi hafi Jón Þór áður talað um að myrða hana. „Hann var búinn að hóta mér þessu, þá erum við komin með mann sem hefur engu að tapa lengur,“ segir hún. Hún geti ekki hringt í lögreglu og sagst óttast um öryggi sitt. „Lögreglan getur ekkert gert því afbrotið hefur ekki gerst gagnvart mér.“ Taka þurfi dómskerfið í gegn Að sögn Ágústu sé margt sem hægt er að gera til að styðja við þolendur heimilisofbeldis. Í fyrsta lagi þurfi að opna umræðuna um meðvirkni sem sé skemmandi afl í samfélaginu. „Við þurfum að fara taka dómskerfið í gegn. Það er ekkert eðlilegt við það að ofbeldismenn sem eru dæmdir í kannski tvö þrjú ár fyrir gríðarleg alvarleg afbrot og ofbeldi losni svo út eftir einhverja örfáa mánuði og eru lausir í lengri tíma áður en þeir fara inn. Eftir situr þolandinn með skaða fyrir lífstíð.“ Taka þurfi fyrir fangelsismálin sjálf, bæta endurhæfingu fanga en einnig vera með úrræði fyrir þá fanga sem teljast hættulegir samfélaginu. Afleiðingar fylgja fólki út lífið Ágústa segir afleiðingar ofbeldis fylgja fólki út lífið og hún sjálf sé ekki undanskilin því. Erfiðasta skrefið sé að biðja um hjálp. „Ég lofa ykkur því að þegar þið réttið út höndina er dásamlegasta tilfinning í heimi að finna að það er einhver hinu megin sem getur gripið í hana,“ segir Ágústa við konur sem séu í sömu stöðu og hún. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Vopnafjörður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira