Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 12:12 Kennsla heldur áfram í Kvikmyndaskóla Íslands næstu daga en framtíðin er óráðin. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira