Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Auðun Georg Ólafsson skrifar 25. mars 2025 12:12 Kennsla heldur áfram í Kvikmyndaskóla Íslands næstu daga en framtíðin er óráðin. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framtíð sé óráðin um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands er samt hægt að sækja um nám á vef skólans. Opið er fyrir umsóknir fyrir haustönn 2025 sem hefst 14. ágúst. Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Í tölvupósti Hlínar til starfsfólks og kennara í gær kom fram að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans væri farið í gjaldþrotameðferð. Um áfall væri að ræða en hún biðlaði til starfsfólks að halda starfseminni gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu. Á vef skólans er hægt að sækja um nám í leikstjórn og framleiðslu, skapandi tækni, handritsgerð, leikstjórn og leiklist. Nemendur eru núna um sextíu og halda áfram að mæta í tíma í dag og næstu daga. Fastráðnir starfsmenn eru fjórtán en lausráðnir kennarar sem sinna námskeiðum í verktöku skipta tugum að sögn Hlínar Jóhannesdóttur rektor skólans. Ríkur vilji er sagður vera fyrir því að færa málefni skólans frá mennta- og barnamálaráðuneytinu yfir í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis. Hlín segir vilja hjá stjórnsýslunni á að leysa vanda skólans. „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma einhver svör helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því ekki að þessi góða stofnun fái ekki að halda áfram,“ segir Hlín. Þetta snýst alltaf um peninga, skiptir þá miklu máli að vera inni í þessu ráðuneytinu eða hinu? „Þessu kýs ég að svara ekki eins og er. Við teljum hér í þessari stofnun að við séum orðin þess bær að teljast með háskólanám og að við getum útskrifað tveggja ára diploma á háskólastigi. Við höfum farið í þannig úttektir. Námslán og fleiri hlutir tengjast því að við þurfum að teljast vera háskóli.“ Ertu bjartsýn á að þetta leysist? „Við sjáum hvernig þetta þróast. Það verða að koma svör, helst í dag svo við getum tekið þetta áfram. Við erum bara að halda skólanum gangandi eins lengi og okkur er það unnt og spyrjum að því hvernig það fer en við erum að vænta þess að fá svör hvað verður gert fyrir vikulok.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira