Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. mars 2025 18:31 Noel Urbaniak stóð sig vel í frumraun sinni sem boltastrákur. Hann verður þó ekki settur í starfið í næsta leik, því þá verður hann í stúkunni með Rudi Völler. Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að Þýskaland komst í 3-0. Noel átti hlut í öðru marki Þjóðverja. Hann var leiftursnöggur að koma boltanum á Joshua Kimmich þegar Þýskaland fékk hornspyrnu og ítalski markmaðurinn Donnarumma var á spjalli við varnarmennina. Kimmich sendi boltann síðan snöggt fyrir á Jamal Musiala sem skoraði. Ball boy Noel Urbaniak (15) is the man of the night. He acted quickly when the ball went out of play by giving the ball to Joshua Kimmich for Germany's second goal. Kimmich thanked him, including a signed ball. Rudi Völler promised him a free ticket to the next home game. #GERITA pic.twitter.com/ig62wn1wY7— Football24/7 (@foet247europa) March 24, 2025 „Ég náði augnsambandi við hann og sá að hann vildi virkilega mikið fá boltann, þannig að ég kastaði honum til hans. Ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta er minn fyrsti leikur sem boltastrákur“ sagði Noel þegar fjölmiðlamenn flykktust að honum eftir leik. The ball boy that reacted quickly to give the ball quickly to Joshua Kimmich for the corner before the second goal was recognized by the captain after the game pic.twitter.com/3UHjVoOKYB— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) March 23, 2025 „Ég hitti Joshua aðeins eftir leik. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendinguna, ef svo mætti segja“ sagði Noel einnig. Eftir að hafa svifið á bleiku skýi í gærkvöldi var honum síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun, þegar hann byrjaði fyrsta daginn sem starfsmaður í verksmiðju sem framleiðir kebab vefjur. Hann getur hins vegar látið sér hlakka til undanúrslitaleiks Þjóðadeildarinnar milli Þýskalands og Spánar í júní, sem hann fer frítt á, í boði Rudi Völler, formanns þýska knattspyrnusambandsins. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Þýskaland Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Sjá meira
Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir að Þýskaland komst í 3-0. Noel átti hlut í öðru marki Þjóðverja. Hann var leiftursnöggur að koma boltanum á Joshua Kimmich þegar Þýskaland fékk hornspyrnu og ítalski markmaðurinn Donnarumma var á spjalli við varnarmennina. Kimmich sendi boltann síðan snöggt fyrir á Jamal Musiala sem skoraði. Ball boy Noel Urbaniak (15) is the man of the night. He acted quickly when the ball went out of play by giving the ball to Joshua Kimmich for Germany's second goal. Kimmich thanked him, including a signed ball. Rudi Völler promised him a free ticket to the next home game. #GERITA pic.twitter.com/ig62wn1wY7— Football24/7 (@foet247europa) March 24, 2025 „Ég náði augnsambandi við hann og sá að hann vildi virkilega mikið fá boltann, þannig að ég kastaði honum til hans. Ég hef aldrei upplifað annað eins, þetta er minn fyrsti leikur sem boltastrákur“ sagði Noel þegar fjölmiðlamenn flykktust að honum eftir leik. The ball boy that reacted quickly to give the ball quickly to Joshua Kimmich for the corner before the second goal was recognized by the captain after the game pic.twitter.com/3UHjVoOKYB— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) March 23, 2025 „Ég hitti Joshua aðeins eftir leik. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendinguna, ef svo mætti segja“ sagði Noel einnig. Eftir að hafa svifið á bleiku skýi í gærkvöldi var honum síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun, þegar hann byrjaði fyrsta daginn sem starfsmaður í verksmiðju sem framleiðir kebab vefjur. Hann getur hins vegar látið sér hlakka til undanúrslitaleiks Þjóðadeildarinnar milli Þýskalands og Spánar í júní, sem hann fer frítt á, í boði Rudi Völler, formanns þýska knattspyrnusambandsins.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Þýskaland Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Sjá meira