Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 10:31 Arnar Gunnlaugsson fer ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari. Lárus Orri Sigurðsson segir ljóst að Arnar hafi gert klár mistök í liðsvali sínu í gær. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti