„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:47 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Marcial Guillen Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira