„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 19:31 Stefán Teitur Þórðarson ræddi við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. Stöð 2 Sport „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49