Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 17:49 Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. Þetta var annar leikur liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, en Kósovó vann fyrri leikinn 2-1. Ísland mátti þola 1-3 tap í kvöld, í leik þar sem Aron Einar Gunnarsson lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Samanlögð niðurstaða því 5-2 sigur Kósovó sem mun leika í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta tímabili, en Ísland fellur niður í C-deild. Það var landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sem kom Íslandi yfir í leiknum með marki strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Klippa: 1-0 fyrir Ísland Íslenska liðið náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Kósovó hefur verið með yfirhöndina á vellinum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestunum tókst svo loksins að jafna metin á 35. mínútu þegar framherjinn Vedat Muriqi skilaði boltanum yfir liðinuna og jafnaði metin fyrir Kósovó. Klippa: Kósóvó jafnar leikinn Muriqi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Íslands. Þar hafði hann nægan tíma til að stilla sér upp og smeygja boltanum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með síðustu spyrnu hálfleiksins og staðan því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Klippa: 1-2 fyrir Kósóvó Aron Einar Gunnarsson mætti svo inn á í hálfleik, en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt draumainnkomu. Aron nældi sér í gult spjald eftir rétt rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum og annað rúmum tuttugu mínútum síðar og þar með rautt. Klippa: Aron rekinn af velli Gestirnir stráðu svo salti í sárin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enn eina ferðina var Vedat Muriqi á ferðinni og þrennan fullkomnuð. Klippa: 1-3 fyrir Kósovó Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, en Kósovó vann fyrri leikinn 2-1. Ísland mátti þola 1-3 tap í kvöld, í leik þar sem Aron Einar Gunnarsson lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Samanlögð niðurstaða því 5-2 sigur Kósovó sem mun leika í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta tímabili, en Ísland fellur niður í C-deild. Það var landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sem kom Íslandi yfir í leiknum með marki strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Klippa: 1-0 fyrir Ísland Íslenska liðið náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Kósovó hefur verið með yfirhöndina á vellinum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestunum tókst svo loksins að jafna metin á 35. mínútu þegar framherjinn Vedat Muriqi skilaði boltanum yfir liðinuna og jafnaði metin fyrir Kósovó. Klippa: Kósóvó jafnar leikinn Muriqi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Íslands. Þar hafði hann nægan tíma til að stilla sér upp og smeygja boltanum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með síðustu spyrnu hálfleiksins og staðan því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Klippa: 1-2 fyrir Kósóvó Aron Einar Gunnarsson mætti svo inn á í hálfleik, en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt draumainnkomu. Aron nældi sér í gult spjald eftir rétt rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum og annað rúmum tuttugu mínútum síðar og þar með rautt. Klippa: Aron rekinn af velli Gestirnir stráðu svo salti í sárin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enn eina ferðina var Vedat Muriqi á ferðinni og þrennan fullkomnuð. Klippa: 1-3 fyrir Kósovó
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira