Heimir Hallgrímsson stýrði sínum mönnum í írska landsliðinu til 4-2 sigurs í umspilseinvígi gegn Búlgaríu. Írland heldur þar með sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar en Búlgaría situr áfram í C-deildinni.
Írland var 2-1 yfir eftir fyrri leikinn en Búlgaría galopnaði einvígið með marki eftir hálftíma leik í kvöld. Valentin Antov var þar á ferð.
Í seinni hálfleik settu Írar hins vegar í annan gír. Evan Ferguson skoraði um miðjan seinni hálfleik og Adam Idah bætti við marki á lokamínútum til að tryggja 2-1 sigur í leiknum.
Heimir hefur nú stýrt Írlandi til sigurs í fjórum leikjum frá því að hann tók við störfum í júlí á síðasta ári. Hann hefur einnig tapað fjórum leikjum en aldrei séð jafntefli.