Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2025 15:53 Það var þétt eftirlit með miðborginni í nótt. Myndin er af vettvangi á föstudag. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10