Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. mars 2025 12:55 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag þar sem Halla Tómasdóttir forseti mun veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra og nýr ráðherra Flokks fólksins verður tilkynntur. Stjórnmálafræðingur dregur í efa að afsögn hafi verið nauðsynleg. Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“ Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti núna fyrir hádegi að Guðmundur Ingi Kristinsson verði næsti mennta- og barnamálaráðherra Flokk fólksins. Guðmundur gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi en sagðist vera á leiðinni á fund. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur taldi líklegast áður en frétt Ríkisútvarpsins birtist að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokk fólksins yrði næsti ráðherra. „Það skiptir líka máli að reyndir stjórnmálamenn og reyndir þingmenn, setjist í ráðherrastóla. Það sýnir sig ítrekað að reynsla úr þinginu sé mikilvæg.“ Ásthildur Lóa sagði af sér á fimmtudag í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast barn með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Eiríkur segir enga ástæðu fyrir hana að hætta á þingi og segir að samfélagið leggi of mikla kröfu um tandurhreina sögu á ráðamenn. „Maður hefur auðvitað tekið eftir þessari síauknu kröfu um flekkleysi og að stjórnmálafólk eigi á einhvern hátt að vera dyggðugra en aðrir í þjóðfélaginu. Ég er ekki viss um að það sé heppileg krafa. Þingmenn og ráðherrar eiga miklu heldur að endurspegla samfélagið.“ Lýðræði gangi ekki út á það að ráða dyggðugustu manneskjuna til verksins. Ósamræmi hefur verið á milli forsætisráðherra og fráfarandi barnamálaráðherra um hvernig upplýsingar um erindi á borði forsætisráðuneytisins rataði til Ásthildar. Eiríkur telur að það verði ekki til trafala fyrir ríkisstjórnina. „Ég er í sjálfu sér ekkert viss um að svo sé. Það er auðvitað búið að losa spennu úr þessu máli með þessari afsögn. Þó ég sé ekkert endilega viss um að hún hafi verið nauðsynleg. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt að þegar fólk er að greina frá málum sem snerta persónulega hagi fólks og eru í grunninn svona persónuleg að þá sé kannski einhver misfella í því. Það telja sig kannski ekki allir hafa umboð til að greina frá öllum þáttum mála sem snerta einkahagi fólks og þá leiðir það til hættu á slíku. Án þess að ég þekki það til neinnar hlítar að þá kunna að vera eðlilega skýringar á slíku.“
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57 Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23 Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. 21. mars 2025 11:57
Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. 22. mars 2025 00:23
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22. mars 2025 11:37