Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar 2012 en þurftu svo að bíða í þrettán ár eftir næsta bikarmeistaratitli.
Þær grænu voru með frumkvæðið í leiknum og náðu mest fimmtán stiga forskoti. Þær gulu og bláu frá Grindavík gáfust þó ekki upp og þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 73-73.
Njarðvík var hins vegar sterkari á lokametrunum, skoraði átta af síðustu níu stigum leiksins og tryggði sér sigurinn, 81-74. Fögnuðurinn í leikslok var svo ósvikinn.
Ernir Eyjólfsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér í fréttinni.












