Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2025 19:03 Hluti hópsins, sem stóð fyrir viðburðinum og stóð vaktina í tjaldinu. Þorbjörg er í rauðu peysunni. Aðsend Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka. „Dagurinn byrjaði á heimboði til Arctic Trucks á Kletthálsi í Reykjavík þar sem ferðalöngum var boðið upp á vöfflur og kaffi áður en haldið var af stað,“ segir Þorbjörg Yngvadóttir, ein af skipuleggjendum ferðarinnar. Dagurinn byrjaði á heimboði til Arctic Trucks á Kletthálsi í Reykjavík, þar sem ferðalöngum var boðið upp á vöfflur og kaffi.Aðsend „Arctic Trucks var styrktaraðili ferðarinnar og buðu einnig upp á pylsurnar, sem félagsmenn grilluðu við Þursaborg. Grillaðar voru 600 pylsur ásamt meðlæti, og bílarnir sem fluttu matinn drifu talsvert betur eftir grillið,“ segir Þorbjörg. Margar leiðir eru upp á Langjökul og voru bílar að koma upp að sunnan fram hjá Tjaldafelli, að Vestan frá Húsafelli, að Austan upp Skálpanes eða að norðan. Svo hittist allur hópurinn við Þursaborg, sem er tignarlegur klettatindur á miðjum jöklinum. Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíðinni í stórkostlegu veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þrátt fyrir þungt færi komust allt að 200 bílar á leiðarenda, og enn fleiri reyndu við jökulinn. Sólin skein og logn var á jöklinum svo fólk naut þess að spjalla og fylgjast með fjölbreyttum bílaflotanum, sem streymdi að. Að vel heppnuðu hátíðinni lokinni fór fólk ýmist heim eða hópaðist saman í gistingu í skálum til að halda jeppaferðinni áfram,“ bætir Þorbjörg við. Yfirlit af leiðum sem farnar voru um jökulinn.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Reykjavík Bílar Jöklar á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Dagurinn byrjaði á heimboði til Arctic Trucks á Kletthálsi í Reykjavík þar sem ferðalöngum var boðið upp á vöfflur og kaffi áður en haldið var af stað,“ segir Þorbjörg Yngvadóttir, ein af skipuleggjendum ferðarinnar. Dagurinn byrjaði á heimboði til Arctic Trucks á Kletthálsi í Reykjavík, þar sem ferðalöngum var boðið upp á vöfflur og kaffi.Aðsend „Arctic Trucks var styrktaraðili ferðarinnar og buðu einnig upp á pylsurnar, sem félagsmenn grilluðu við Þursaborg. Grillaðar voru 600 pylsur ásamt meðlæti, og bílarnir sem fluttu matinn drifu talsvert betur eftir grillið,“ segir Þorbjörg. Margar leiðir eru upp á Langjökul og voru bílar að koma upp að sunnan fram hjá Tjaldafelli, að Vestan frá Húsafelli, að Austan upp Skálpanes eða að norðan. Svo hittist allur hópurinn við Þursaborg, sem er tignarlegur klettatindur á miðjum jöklinum. Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíðinni í stórkostlegu veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þrátt fyrir þungt færi komust allt að 200 bílar á leiðarenda, og enn fleiri reyndu við jökulinn. Sólin skein og logn var á jöklinum svo fólk naut þess að spjalla og fylgjast með fjölbreyttum bílaflotanum, sem streymdi að. Að vel heppnuðu hátíðinni lokinni fór fólk ýmist heim eða hópaðist saman í gistingu í skálum til að halda jeppaferðinni áfram,“ bætir Þorbjörg við. Yfirlit af leiðum sem farnar voru um jökulinn.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Reykjavík Bílar Jöklar á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira