Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari og Orri Steinn Óskarsson landsliðsfyrirliði sátu fyrir svörum.
Þar var meðal annars rætt um leik morgundagsins, meiðslastöðu leikmanna, áherslurnar sem Arnar leggur upp með og hvernig hann kemur upplýsingum til skila, og þá þúsund íslenska áhorfendur sem verða viðstaddir leikinn.
Upptöku frá fundinum má finna hér fyrir neðan.
„Síðustu dagar hafa farið í að laga það sem fór úrskeiðis. Og það var ekkert, hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá var ekkert stórvægilegt sem fór úrskeiðis… Þetta var nokkuð góð frammistaða á erfiðum útivelli. 2-1 er enginn heimsendir þannig að við eigum góðan möguleika á að halda okkar sæti í B-deildinni“ sagði Arnar meðal annars um tapið síðast og sigurinn sem Ísland stefnir að á morgun.
Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun, sunnudag, og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.