Innlent

Tveir ríkisráðsfundir á morgun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun, sunnudaginn 23. mars. Sá fyrri verður klukkan 15:00 en sá síðari klukkan 15:15.

Gera má ráð fyrir að á fyrri fundinum muni Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veita Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti barna- og menntmálaráðherra. Hún tilkynnti um afsögn sína á fimmtudagskvöld.

Jafnframt má gera ráð fyrir að á seinni fundinum verði nýr ráðherra skipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×