Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 13:30 Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu þurfa að vinna Kósovó á sunnudaginn, eftir 2-1 tap í gær. KSÍ Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira
Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Sjá meira