Björk á forsíðu National Geographic Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2025 11:19 Björk á forsíðunni. „Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Meðal annarra einstaklinga sem hafa hlotið þennan heiður eru Michelle Yeoh, Lewis Pugh, Yvon Chouinard, Eugenia Kargbo, Selena Gomez, Jason Mamoa og fleiri. Innblásin af 33 stofnendum tímaritsins National Geographic 33 er sería sem er innblásin af þeim 33 hugsuðum sem stofnuðu tímaritið árið 1888. „Í meira en 137 ár hefur National Geographic trúað því að djörf hugsun og samvinna geti breytt heiminum,“ segir Courteney Monroe, formaður National Geographic Content. „National Geographic 33 er merkur áfangi fyrir okkur vegna þess að hugmyndin kristallar kjarna okkar—að deila sögum af framúrskarandi einstaklingum og þýðingarmikilli vinnu þeirra með von um að hvetja aðra til að taka þátt í að móta betri framtíð.“ „Með National Geographic 33 erum við að heiðra fjölbreyttan hóp af aðgerðasinnum alls staðar að úr heiminum og frá ólíkum stéttum, sem ekki aðeins viðurkenna mikilvæg samtíma málefni heldur sýna vilja í verki,“ segir Nathan Lump, varaformaður og aðalritstjóri National Geographic. „Með því að varpa ljósi á þau og þeirra framlag, vonumst við til þess að upphefja verkin og sýna stórum hópi lesenda jákvæð áhrif þeirra.“ Ljáir útdauðum dýrum og dýrum í útrýmingarhættu rödd Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Meðal viðfangsefna sem Björk hefur beitt sér fyrir í umhverfismálum undanfarið er sjókvíaeldi á Íslandi. Björk fann gamalt lag sem hún dró fram og fékk Rosalíu til að syngja inn á en ágóði lagsins „Oral“ rennur til málskostnaðar vegna málaferla gegn sjókvíaeldi (nánari upplýsingar á heimasíðu AEGIS). Á síðasta ári var Nature Manifesto, hljóðinnsetning eftir Björk og Aleph Molinari, sýnd í Pompidou listamiðstöðinni í París. Innsetningin ljáir dýrum í útrýmingarhættu og útdauðum dýrategundum rödd með því að blanda hljóðum þeirra við rödd Bjarkar: „Ég endaði á því að velja dýr sem eru hvað líkust mannsröddinni, sem eru í útrýmingarhættu eða útdauð.“ Þá setti Björk sig í samband við unga aðgerðarsinna í Frakklandi með þá ósk að beina sviðsljósinu að verkefni sem þeim lægi á hjarta – sambærilegt sjókvíaeldisbaráttu Bjarkar hér heima. Úr varð áskorun á sjálfan frakklandsforseta Emmanuel Macron að banna botnvörpuveiðar innan verndarsvæða í hafi. Undirskriftalista og frekari upplýsingar má nálgast hér. Kvikmynd Bjarkar, Cornucopia, er væntanleg í 500 bíóhúsum í yfir 30 löndum um allan heim. Myndin var sýnd í forsýningu á Íslandi í janúar við góðar undirtektir og á AppleTV+ og AppleMusic, en fjöldinn allur af listafólki kom að gerð myndarinnar, hér heima jafnt sem utan. Nánari upplýsingar má finna inn á www.bjorkcornucopia.com hvar miðar fara í sölu 27.mars. Björk Tónlist Sjókvíaeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira
Meðal annarra einstaklinga sem hafa hlotið þennan heiður eru Michelle Yeoh, Lewis Pugh, Yvon Chouinard, Eugenia Kargbo, Selena Gomez, Jason Mamoa og fleiri. Innblásin af 33 stofnendum tímaritsins National Geographic 33 er sería sem er innblásin af þeim 33 hugsuðum sem stofnuðu tímaritið árið 1888. „Í meira en 137 ár hefur National Geographic trúað því að djörf hugsun og samvinna geti breytt heiminum,“ segir Courteney Monroe, formaður National Geographic Content. „National Geographic 33 er merkur áfangi fyrir okkur vegna þess að hugmyndin kristallar kjarna okkar—að deila sögum af framúrskarandi einstaklingum og þýðingarmikilli vinnu þeirra með von um að hvetja aðra til að taka þátt í að móta betri framtíð.“ „Með National Geographic 33 erum við að heiðra fjölbreyttan hóp af aðgerðasinnum alls staðar að úr heiminum og frá ólíkum stéttum, sem ekki aðeins viðurkenna mikilvæg samtíma málefni heldur sýna vilja í verki,“ segir Nathan Lump, varaformaður og aðalritstjóri National Geographic. „Með því að varpa ljósi á þau og þeirra framlag, vonumst við til þess að upphefja verkin og sýna stórum hópi lesenda jákvæð áhrif þeirra.“ Ljáir útdauðum dýrum og dýrum í útrýmingarhættu rödd Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Meðal viðfangsefna sem Björk hefur beitt sér fyrir í umhverfismálum undanfarið er sjókvíaeldi á Íslandi. Björk fann gamalt lag sem hún dró fram og fékk Rosalíu til að syngja inn á en ágóði lagsins „Oral“ rennur til málskostnaðar vegna málaferla gegn sjókvíaeldi (nánari upplýsingar á heimasíðu AEGIS). Á síðasta ári var Nature Manifesto, hljóðinnsetning eftir Björk og Aleph Molinari, sýnd í Pompidou listamiðstöðinni í París. Innsetningin ljáir dýrum í útrýmingarhættu og útdauðum dýrategundum rödd með því að blanda hljóðum þeirra við rödd Bjarkar: „Ég endaði á því að velja dýr sem eru hvað líkust mannsröddinni, sem eru í útrýmingarhættu eða útdauð.“ Þá setti Björk sig í samband við unga aðgerðarsinna í Frakklandi með þá ósk að beina sviðsljósinu að verkefni sem þeim lægi á hjarta – sambærilegt sjókvíaeldisbaráttu Bjarkar hér heima. Úr varð áskorun á sjálfan frakklandsforseta Emmanuel Macron að banna botnvörpuveiðar innan verndarsvæða í hafi. Undirskriftalista og frekari upplýsingar má nálgast hér. Kvikmynd Bjarkar, Cornucopia, er væntanleg í 500 bíóhúsum í yfir 30 löndum um allan heim. Myndin var sýnd í forsýningu á Íslandi í janúar við góðar undirtektir og á AppleTV+ og AppleMusic, en fjöldinn allur af listafólki kom að gerð myndarinnar, hér heima jafnt sem utan. Nánari upplýsingar má finna inn á www.bjorkcornucopia.com hvar miðar fara í sölu 27.mars.
Björk Tónlist Sjókvíaeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Sjá meira