Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar 21. mars 2025 10:33 Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Vegagerð Þingeyjarsveit Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Sjá meira
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar