„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:02 Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason eru með það á hreinu að Ísland þurfi svo sannarlega sigur á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Fleiri fréttir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Sjá meira