Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2025 07:13 Forsetinn undirritaði tilskipunina umkringdur skólabörnum. AP/Jose Luis Magana Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira