„Ég hef ekki miklar áhyggjur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. mars 2025 22:13 Orri Steinn skoraði gott mark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands gegn Kósovó í kvöld í sínum fyrsta leik sem landsliðsfyrirliði. Orri Steinn var kokhraustur eftir leik og sagðist ekki hafa áhyggjur fyrir seinni leik þjóðanna á sunnudag. „Svekkjandi að ná ekki jafntefli eða betra í þessum leik. Þetta eru auðvitað tveir leikir og það þýðir ekki að svekkja sig, nú einbeitum við okkur strax af seinni leiknum,“ sagði Orri Steinn í viðtali við Aron Guðmundsson strax að leik loknum í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en lenti oft á tíðum í vandræðum og komst lítið áleiðis í síðari hálfleiknum. „Það voru góðir kaflar og kaflar sem við þurfum að læra af. Fyrsti leikurinn með Arnari og við vissum að við myndum gera mistök og það voru auðvitað hlutir sem við getum lagað í pressunni. Yfir allt þá er hægt að sjá jákvæða punkta en fullt af hlutum sem við getum lært af.“ „Besta stund lífs míns“ Seinni leikurinn í einvíginu fer fram á sunnudag og þar þarf íslenska liðið sigur til að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Fínir taktar í dag og við þurfum að taka það með okkur í seinni leikinn. Mér fannst við miklu betra liðið á vellinum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.“ Að lokum var Orri Steinn spurður út í það þegar hann gekk út sem fyrirliði Íslands í fyrsta skipti. Hann var augljóslega stoltur enda einn yngsti fyrirliði Íslands frá upphafi. „Þetta var besta stund lífs míns, það er ekki hægt að neita því. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi tilfinningu í lífi mínu og ég mun ekki gleyma þessu.“ Viðtalið við Orra Stein má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Í beinni: Írland - Búlgaría | Írarnir hans Heimir með forystu Í beinni: Frakkland - Króatía | Sigurvegarinn fer í riðil Íslands Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum Sjá meira
„Svekkjandi að ná ekki jafntefli eða betra í þessum leik. Þetta eru auðvitað tveir leikir og það þýðir ekki að svekkja sig, nú einbeitum við okkur strax af seinni leiknum,“ sagði Orri Steinn í viðtali við Aron Guðmundsson strax að leik loknum í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en lenti oft á tíðum í vandræðum og komst lítið áleiðis í síðari hálfleiknum. „Það voru góðir kaflar og kaflar sem við þurfum að læra af. Fyrsti leikurinn með Arnari og við vissum að við myndum gera mistök og það voru auðvitað hlutir sem við getum lagað í pressunni. Yfir allt þá er hægt að sjá jákvæða punkta en fullt af hlutum sem við getum lært af.“ „Besta stund lífs míns“ Seinni leikurinn í einvíginu fer fram á sunnudag og þar þarf íslenska liðið sigur til að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Fínir taktar í dag og við þurfum að taka það með okkur í seinni leikinn. Mér fannst við miklu betra liðið á vellinum þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.“ Að lokum var Orri Steinn spurður út í það þegar hann gekk út sem fyrirliði Íslands í fyrsta skipti. Hann var augljóslega stoltur enda einn yngsti fyrirliði Íslands frá upphafi. „Þetta var besta stund lífs míns, það er ekki hægt að neita því. Ég hef aldrei fundið fyrir jafn yfirþyrmandi tilfinningu í lífi mínu og ég mun ekki gleyma þessu.“ Viðtalið við Orra Stein má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Sex breytingar á byrjunarliðinu Fótbolti Gunnar tapaði á stigum Sport Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Fótbolti Hamilton dæmdur úr leik í Kína Formúla 1 Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari Sport Piastri vann Kínakappaksturinn Formúla 1 Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Í beinni: Írland - Búlgaría | Írarnir hans Heimir með forystu Í beinni: Frakkland - Króatía | Sigurvegarinn fer í riðil Íslands Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum Sjá meira