„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 22:04 Guðlaugur Victor Pálsson fór yfir málin strax eftir leik í Pristina í kvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. „Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
„Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05
Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33