Simon var síðast á mála hjá Sarpsborg 08 í Noregi en glímdi við mikil meiðsli og vonast til að finna sitt gamla form á ný með Fram. Simon hefur einnig leikið fyrir Bröndby og Randers í Danmörku, Groningen og Emmen í Hollandi, ásamt Djurgården í heimalandinu. Hann var hluti af U21 liði Svíþjóðar sem varð Evrópumeistari árið 2015 og á að baki einn A-landsleik fyrir sína þjóð.

„Honum hefur gengið vel að aðlagast hópnum og tók þátt í æfingaferð liðsins á Spáni. Simon kemur til Fram með metnað og ástríðu til að lyfta liðinu á næsta stig og mun leggja sitt af mörkum til að ná enn frekari árangri“ segir í tilkynningu Fram sem má finna fyrir neðan.
Fram tekur á móti ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla þann 6. apríl næstkomandi.