Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Tómas Arnar Þorláksson, Eiður Þór Árnason og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 20. mars 2025 18:43 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Hún ætlar að sitja áfram á þingi. Ásthildur segir sambandið hafa verið mistök í ungdómi og hún vilji ekki að þetta skyggi á þau mál sem unnið er að í ráðuneytinu og á vegum ríkisstjórnarinnar. Það sé erfiðara en orð fá lýst að segja skilið við mennta- og barnamálaráðuneytið. Umræddur barnsfaðir heitir Eiríkur Ásmundsson en hann hefur sakað Ásthildi um tálmun og að hafa þannig komið í veg fyrir að hann gæti umgengist son sinn líkt og hann hefði kosið. Ásthildur hafnar þessu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann. Hún biður fólk um að átta sig á því að hún sé ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan og það breytist ýmislegt á þeim tíma og ég hefði örugglega tekið öðruvísi á við þessi mál í dag heldur en ég hafði hæfni og þroska til þegar ég var 22 ára gömul.“ Voru þetta þá mistök í ungdómnum? „Já, ég held að það verði að segja það.“ Leiðbeindi honum í trúarsöfnuði Ásthildur og Eiríkur kynntust þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi. RÚV greindi frá því að hann hafi komið af brotnu heimili og því leitað í trúarsöfnuðinn. Þegar hún er spurð út í það hvernig samband þeirra bar að segir Ásthildur að hann hafi sótt mjög í sig, verið hrifinn af henni og aðgangsharður. „Fyrir rest réð ég ekki við ástandið eins og það var.“ Erfitt að koma réttri sögu á framfæri Ásthildur segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið tjáð að kona henni ókunnug hafi haft samband við forsætisráðuneytið og beðið um fund. Henni hafi orðið illa við þegar hún heyrði af erindinu. „Ég geri mér grein fyrir hvernig hægt er að matreiða svona, hvernig þetta lítur út, og það er mjög erfitt að koma réttri sögu á framfæri í fréttum í dag þegar mál standa svona.“ Þá hafi hún reynt að komast að því hvaða kona þetta væri og hvað hún vildi. Hún telji hana vera fyrrverandi tengdamóður barnsföður síns. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag og við vitum að svona mál, ef að ég væri áfram ráðherra, væri dregið upp aftur og aftur og aftur og aftur og það yrði í rauninni aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ásthildur. Finnst þér þetta ósanngjarnt? „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Vistaskipti Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
„Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Hún ætlar að sitja áfram á þingi. Ásthildur segir sambandið hafa verið mistök í ungdómi og hún vilji ekki að þetta skyggi á þau mál sem unnið er að í ráðuneytinu og á vegum ríkisstjórnarinnar. Það sé erfiðara en orð fá lýst að segja skilið við mennta- og barnamálaráðuneytið. Umræddur barnsfaðir heitir Eiríkur Ásmundsson en hann hefur sakað Ásthildi um tálmun og að hafa þannig komið í veg fyrir að hann gæti umgengist son sinn líkt og hann hefði kosið. Ásthildur hafnar þessu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann. Hún biður fólk um að átta sig á því að hún sé ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan og það breytist ýmislegt á þeim tíma og ég hefði örugglega tekið öðruvísi á við þessi mál í dag heldur en ég hafði hæfni og þroska til þegar ég var 22 ára gömul.“ Voru þetta þá mistök í ungdómnum? „Já, ég held að það verði að segja það.“ Leiðbeindi honum í trúarsöfnuði Ásthildur og Eiríkur kynntust þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi. RÚV greindi frá því að hann hafi komið af brotnu heimili og því leitað í trúarsöfnuðinn. Þegar hún er spurð út í það hvernig samband þeirra bar að segir Ásthildur að hann hafi sótt mjög í sig, verið hrifinn af henni og aðgangsharður. „Fyrir rest réð ég ekki við ástandið eins og það var.“ Erfitt að koma réttri sögu á framfæri Ásthildur segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið tjáð að kona henni ókunnug hafi haft samband við forsætisráðuneytið og beðið um fund. Henni hafi orðið illa við þegar hún heyrði af erindinu. „Ég geri mér grein fyrir hvernig hægt er að matreiða svona, hvernig þetta lítur út, og það er mjög erfitt að koma réttri sögu á framfæri í fréttum í dag þegar mál standa svona.“ Þá hafi hún reynt að komast að því hvaða kona þetta væri og hvað hún vildi. Hún telji hana vera fyrrverandi tengdamóður barnsföður síns. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag og við vitum að svona mál, ef að ég væri áfram ráðherra, væri dregið upp aftur og aftur og aftur og aftur og það yrði í rauninni aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ásthildur. Finnst þér þetta ósanngjarnt? „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Vistaskipti Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09