Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Eiður Þór Árnason, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 20. mars 2025 18:09 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. Fylgst er með framvindu mála í vaktinni að neðan. Fyrst var greint var frá þessu í Speglinum á RÚV. Ásthildur leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi þegar hún kynntist piltinum sem var þá fimmtán ára. Sá heitir Eiríkur Ásmundsson en var orðinn sextán ára þegar barnið var getið, að sögn Ásthildar. Farið leynt með sambandið Að sögn RÚV leiðbeindi Ásthildur Lóa drengnum sem hafi komið af brotnu heimili og þess vegna leitað í trúarsöfnuðinn. Jafnframt kemur fram í frétt RÚV að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst um málið fyrir viku síðan og tjáð að erindið væri trúnaðarmál. Þrátt fyrir það hafi barnamálaráðherra fengið veður af því og sett sig í samband við sendandann. Forsætisráðuneytið vísar þessu á bug og hafnar því að ráðuneytið hafi rofið trúnað. Í upphaflegu erindi hafi sendandi óskað eftir fundi með forsætisráðherra án þess að fundarefnið væri tilgreint og í seinna erindi hafi fundarbeiðnin verið ítrekuð, tekið fram að málið varðaði menntamálaráðherra og að það væri í lagi að hann sæti fundinn. Eiríkur staðfestir í samtali við RÚV að þau hafi átt í ástarsambandi fljótlega eftir að hann leitaði í trúarsöfnuðinn. Leynd hafi alla tíð hvílt yfir sambandinu. Ekki náðist í Eirík eða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fram kom í eldri fyrirsögn að Ásthildur hafi verið 23 ára þegar hún eignaðist barnið en hið rétta er að hún var á 23. aldursári þegar hún var barnshafandi. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Fylgst er með framvindu mála í vaktinni að neðan. Fyrst var greint var frá þessu í Speglinum á RÚV. Ásthildur leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi þegar hún kynntist piltinum sem var þá fimmtán ára. Sá heitir Eiríkur Ásmundsson en var orðinn sextán ára þegar barnið var getið, að sögn Ásthildar. Farið leynt með sambandið Að sögn RÚV leiðbeindi Ásthildur Lóa drengnum sem hafi komið af brotnu heimili og þess vegna leitað í trúarsöfnuðinn. Jafnframt kemur fram í frétt RÚV að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst um málið fyrir viku síðan og tjáð að erindið væri trúnaðarmál. Þrátt fyrir það hafi barnamálaráðherra fengið veður af því og sett sig í samband við sendandann. Forsætisráðuneytið vísar þessu á bug og hafnar því að ráðuneytið hafi rofið trúnað. Í upphaflegu erindi hafi sendandi óskað eftir fundi með forsætisráðherra án þess að fundarefnið væri tilgreint og í seinna erindi hafi fundarbeiðnin verið ítrekuð, tekið fram að málið varðaði menntamálaráðherra og að það væri í lagi að hann sæti fundinn. Eiríkur staðfestir í samtali við RÚV að þau hafi átt í ástarsambandi fljótlega eftir að hann leitaði í trúarsöfnuðinn. Leynd hafi alla tíð hvílt yfir sambandinu. Ekki náðist í Eirík eða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fram kom í eldri fyrirsögn að Ásthildur hafi verið 23 ára þegar hún eignaðist barnið en hið rétta er að hún var á 23. aldursári þegar hún var barnshafandi. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira