Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2025 14:26 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra með handhöfum landbúnaðarverðlaunanna 2025, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssonar, ábúendum á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði. Stjr Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra afhenti í dag landbúnaðarverðlaunin fyrir árið 2025 til bændanna á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þeim Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og Jóhannesi Ríkarðssyni. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem sett var á Hótel Nordica í Reykjavík fyrr í dag. Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að Brúnastaðir sameini hefðbundinn íslenskan búskap við nýsköpun, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. „Á býlinu eru 800 vetrarfóðraðar ær og 80 geitur auk allskyns annara dýra sem eru aðalpersónur húsdýragarðsins á bænum á sumrin. Bændurnir þar eru einnig sterkir þátttakendur í samfélagslegri ábyrgð og menntun, þar sem þau hafa m.a. tekið á móti nemum frá Landbúnaðarskóla Grænlands og verið fósturforeldrar í 27 ár. Brúnastaðir í Fljótum Brúnastaðir hafa skapað sér sérstöðu á Íslandi með framleiðslu á geita- og sauðamjólkurvörum. Árið 2020 hófu þau handverksostagerð og urðu þar með fyrsta býlið á Íslandi til að framleiða eigin geitaost. Þessi nýsköpun hefur vakið athygli bæði innanlands og erlendis og þau voru m.a. tilnefnd til Embla Nordic Food Awards árið 2022 fyrir framlag sitt til norrænnar matargerðar. Ostagerð Brúnastaða sker sig úr með áherslu á gæði, handverk og sjálfbærni, en öll framleiðsla þeirra er unnin á bænum með áherslu á náttúrulegar aðferðir og lágmarks umhverfisáhrif. Brúnastaðir leggja mikla áherslu á sjálfbæran búskap og umhverfisvernd. Þau hafa plantað yfir 70.000 trjám á 32 hektara svæði til að stuðla að bindingu kolefnis og bæta vistkerfi svæðisins. Þau hafa einnig verið þátttakendur í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Brúnastaðir í Fljótum.Stjr Bændur á Brúnastöðum hafa jafnframt verið ötulir í að efla tengingu milli bænda og samfélagsins. Þau bjóða reglulega upp á heimsóknir fyrir skóla, fjölskyldur og ferðamenn þar sem gestir geta fræðst um búskap, matvælaframleiðslu og íslenska náttúru. Gæludýragarðurinn á bænum er vinsæll meðal barna og fullorðinna, þar sem gestir fá tækifæri til að komast í návígi við íslensk húsdýr og kynnast fyrirmyndar búrekstri. Svo skemmtilega vill til að foreldrar Stefaníu Hjördísar, þau Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Ólafsdóttir, voru einnig handhafar landbúnaðarverðlaunanna árið 2001 fyrir búskap sinn í Keldudal í Hegranesi. Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Eftir að hafa blómstrað að sumri dreifir biðukollan fræjum sínum um víðan völl með vindinum. Fræin eru þannig vísbending um þá möguleika og tækifæri til vaxtar sem framtíðin ber í skauti sér.Um er að ræða 24 cm grip úr bronsi sem verið er að leggja lokahönd á ytra og var verðlaunahöfum afhent mynd af gripnum þangað til Biðukollan berst til landsins,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Landbúnaður Skagafjörður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. 30. mars 2023 14:13