Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Árni Sæberg skrifar 20. mars 2025 14:43 Agnes Kristínardóttir er yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Enn er langt í land í rannsókn máls Quangs Lé, sem grunaður er um umfangsmikið mansal. Yfirlögregluþjónn segir á annan tug hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Rúmlega ár er síðan Quang Lé var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu þann 5. mars í fyrra en mál hans rataði fyrst í fréttirnar þegar gríðarlegt magn matvæla fannst í húsnæði á vegum Vy-þrifa, sem var í eigu hans. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars og voru alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lé hefur getað um frjálst höfuð strokið um nokkurra mánaða skeið en rannsókn á máli hans er hvergi nærri lokið að sögn Agnesar Kristínardóttur, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skoða hvort einhverjir grunaðra séu einnig brotaþolar Agnes segir að á annan tug sé með réttarstöðu sakbornings í málinu og það sé gríðarlega víðfemt. Þá séu ætlaðir brotaþolar á fjórða tug en báðar tölur komi til með að geta breyst eftir því sem rannsókn málsins heldur áfram. Meðal þess sem lögreglan hafi til rannsóknar sé hvort einhverjir þeirra sem hafi réttarstöðu sakbornings ættu frekar, eða eftir atvikum einnig, heima í hópi ætlaðra brotaþola. Fín mynd komin á málið en nóg eftir Agnes segir að fín mynd sé komin á málið en ómögulegt sé að segja til um það hvenær rannsókn lýkur. Málið sé gríðarlega umfangsmikið og vinna þurfi úr miklu magni gagna og ræða við mikinn fjölda fólks, stundum tvisvar eða þrisvar. Þá hjálpi ekki til að þýða þurfi skjölin úr víetnömsku og túlka skýrslutökur. Það sé ekki sérlega fjölmennur hópur innan rannsóknardeildarinnar sem rannsaki málið en þeir sem það geri helgi sig málinu alfarið. Þeir muni ekki vinna að öðrum rannsóknum fyrr en þessi sé leidd til lykta. Þá njóti rannsóknardeildin aðstoðar annarra deilda og embætta.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Tengdar fréttir Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21