Lífið

Heillaði bónda og út­farar­stjóra upp úr skónum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óhætt er að fullyrða að Kristmundur Axel hafi farið með leiksigur í Traffíkinni.
Óhætt er að fullyrða að Kristmundur Axel hafi farið með leiksigur í Traffíkinni.

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin sem fara fram í kvöld á Nasa og í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Hann gerði þar símaat í bónda og útfararstjóra og bað um álit á „nýju lagi.“ 

Horfa má á uppátækið í spilaranum neðst í fréttinni. Hlustendaverðlaunin fara fram í kvöld en þar mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Verðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og hefst klukkan 20:00 og mun Kristmundur Axel að sjálfsögðu stíga á svið.

Í Traffíkinni undirbjuggu hin eitilhressu Guðjón Smári og Jóna Margrét ákveðið stef. Svo fengu þau Kristmund Axel til þess að hringja í nokkra grunlausa úr mismunandi starfsstéttum og grátbiðja þá um álit. Óhætt er að fullyrða að söngvarinn eigi leiksigur þar sem hann spinnur lag á staðnum undir stefum útvarpsfólksins. Sjón eru sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Varð að fara gubbandi í Herjólf

GDRN þurfti að svara ýmsum óþægilegum spurningum frá Andra Björns útvarpsmanni á FM957 í Víkinni. Hún segir meðal annars frá degi þar sem hún tók þrjú gigg sama daginn, eitt þeirra í Eyjum þannig að tónlistarkonan varð að fara gubbandi í Herjólf.

Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið

Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.