Horfa má á uppátækið í spilaranum neðst í fréttinni. Hlustendaverðlaunin fara fram í kvöld en þar mun landslið tónlistarmanna stíga á stokk. Verðlaunahátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og hefst klukkan 20:00 og mun Kristmundur Axel að sjálfsögðu stíga á svið.
Í Traffíkinni undirbjuggu hin eitilhressu Guðjón Smári og Jóna Margrét ákveðið stef. Svo fengu þau Kristmund Axel til þess að hringja í nokkra grunlausa úr mismunandi starfsstéttum og grátbiðja þá um álit. Óhætt er að fullyrða að söngvarinn eigi leiksigur þar sem hann spinnur lag á staðnum undir stefum útvarpsfólksins. Sjón eru sögu ríkari.