„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2025 10:52 Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum. Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum.
Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira