Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 09:03 Jóhann, til vinstri, og Björn, til hægri, ræddu stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu í Bítinu í morgun. Bylgjan Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan. Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan.
Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira