Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:31 Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er einn sjö leikmanna Íslands sem er á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40