Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 17:03 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári. Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári.
Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57
Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49