Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 07:30 Albert Guðmundsson lék síðast með landsliðinu í umspilinu um sæti á EM, fyrir ári síðan, en þangað komst Ísland vegna árangurs í Þjóðadeildinni. Getty/Rafal Oleksiewicz Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? Það væri líklega sterkur leikur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu að sýna með afdráttarlausum hætti að svarið sé auðvitað, alltaf, að betra sé að vinna leiki en að tapa þeim. En er það þannig í Þjóðadeildarumspilinu? Sterkari mótherjar og hærri upphæðir Tvennt er að minnsta kosti á hreinu. Það er betra fyrir Ísland að vinna Kósovó og spila áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar í stað C upp á það að gera að fá leiki við sterkari mótherja. Það hlýtur að gagnast Arnari Gunnlaugssyni betur, og vera skemmtilegra fyrir alla, að fá leiki við Svíþjóð og Sviss á næsta ári frekar en við Kýpur og Færeyjar. Svo eru það peningarnir. Það að spila í B-deild tryggir KSÍ hærra lágmarksverðlaunafé en að spila í C-deild (sirka 220 milljónir króna í stað 165 milljóna á síðustu leiktíð). Það flækir þó málið hvað þetta varðar að sigurvegarar riðla í C-deild hafa fengið bónus og þar með hærri upphæð samtals en lið sem endar í 2., 3. eða 4. sæti síns riðils í B-deild. Arnór Ingvi Traustason skallar boltann í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Leiðin inn á stórmót Vandamálið við Þjóðadeildina er að virðingin fyrir henni er ekki sú sama og fyrir EM og HM. Þess vegna horfa margir á hana sem keppni sem fyrst og fremst nýtist sem varaleið inn á stórmótin. Þetta þekkja Íslendingar eftir að hafa komist í umspil um sæti á síðustu tveimur Evrópumótum út frá Þjóðadeildinni. Og ef við ætlum einungis að horfa á Þjóðadeildina sem hjálp til að komast á EM þá er bara mjög erfitt að svara því hvort sé betra að vera í B- eða C-deild. Hákon Arnar Haraldsson er mættur aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. Hann spilaði í EM-umspilinu í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Það er ekki búið að gefa út hvernig næsta leiktíð Þjóðadeildar mun hafa áhrif á undankeppni EM 2028 en það hefur verið þannig að árangur í Þjóðadeildinni getur gefið leið í umspil um stórmótasæti. Þægilegra fyrir Georgíu en Ísland? Ef við miðum við síðasta EM þá komst til dæmis Georgía á mótið í gegnum C-deildar umspil úr Þjóðadeild sem í voru einnig Lúxemborg, Kasakstan og Grikklandi. Ísland fór í B-umspilið með Ísrael, Bosníu og Úkraínu en hefði allt eins getað endað í umspili með Póllandi og Wales úr A-deild. Hefði þá ekki verið betra að vera í sporum Georgíu? Hefði ekki líka verið betra að spila í C-deild á þeirri leiktíð Þjóðadeildarinnar sem nú er að ljúka? Aðeins sigurvegarar riðla eiga möguleika á að komast í umspil um HM-sæti út frá árangri í Þjóðadeildinni, svo það er þannig séð betra að hafa unnið riðil í C-deild en að enda í 2. sæti riðils í A-deild. Meira að segja San Marínó er nær því en Ísland að komast í HM-umspilið gegnum Þjóðadeildina. Á móti kemur að töp og sigrar hafa áhrif á stöðu á styrkleikalistum, svo að hver sigur hjálpar Íslandi að vera í efri styrkleikaflokki þegar dregið er í hinar raunverulegu undankeppnir stórmóta. Liðið var til að mynda í þriðja flokki af fimm þegar dregið var í undankeppni HM en Kósovó í þeim fjórða. Á stórmót án þróunaraðstoðar Er þá auðvelt að svara því hvort betra sé fyrir Ísland að vinna einvígið við Kósovó? Ekki svo en það hljóta þó allir að vonast eftir skýrum merkjum um að bjartir tímar bíði undir stjórn Arnars og enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að markmið hans, Orra fyrirliða og hinna strákanna í íslenska liðinu sé skýrt; góð frammistaða og sigur. Að sýna að þetta sé lið sem geti komist á stórmót algjörlega án þróunaraðstoðar Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld og sá seinni, heimaleikur Íslands, er á Spáni á sunnudag klukkan 17. Báðir leikir eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Það væri líklega sterkur leikur hjá Knattspyrnusambandi Evrópu að sýna með afdráttarlausum hætti að svarið sé auðvitað, alltaf, að betra sé að vinna leiki en að tapa þeim. En er það þannig í Þjóðadeildarumspilinu? Sterkari mótherjar og hærri upphæðir Tvennt er að minnsta kosti á hreinu. Það er betra fyrir Ísland að vinna Kósovó og spila áfram í B-deild Þjóðadeildarinnar í stað C upp á það að gera að fá leiki við sterkari mótherja. Það hlýtur að gagnast Arnari Gunnlaugssyni betur, og vera skemmtilegra fyrir alla, að fá leiki við Svíþjóð og Sviss á næsta ári frekar en við Kýpur og Færeyjar. Svo eru það peningarnir. Það að spila í B-deild tryggir KSÍ hærra lágmarksverðlaunafé en að spila í C-deild (sirka 220 milljónir króna í stað 165 milljóna á síðustu leiktíð). Það flækir þó málið hvað þetta varðar að sigurvegarar riðla í C-deild hafa fengið bónus og þar með hærri upphæð samtals en lið sem endar í 2., 3. eða 4. sæti síns riðils í B-deild. Arnór Ingvi Traustason skallar boltann í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Leiðin inn á stórmót Vandamálið við Þjóðadeildina er að virðingin fyrir henni er ekki sú sama og fyrir EM og HM. Þess vegna horfa margir á hana sem keppni sem fyrst og fremst nýtist sem varaleið inn á stórmótin. Þetta þekkja Íslendingar eftir að hafa komist í umspil um sæti á síðustu tveimur Evrópumótum út frá Þjóðadeildinni. Og ef við ætlum einungis að horfa á Þjóðadeildina sem hjálp til að komast á EM þá er bara mjög erfitt að svara því hvort sé betra að vera í B- eða C-deild. Hákon Arnar Haraldsson er mættur aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. Hann spilaði í EM-umspilinu í fyrra.Getty/Rafal Oleksiewicz Það er ekki búið að gefa út hvernig næsta leiktíð Þjóðadeildar mun hafa áhrif á undankeppni EM 2028 en það hefur verið þannig að árangur í Þjóðadeildinni getur gefið leið í umspil um stórmótasæti. Þægilegra fyrir Georgíu en Ísland? Ef við miðum við síðasta EM þá komst til dæmis Georgía á mótið í gegnum C-deildar umspil úr Þjóðadeild sem í voru einnig Lúxemborg, Kasakstan og Grikklandi. Ísland fór í B-umspilið með Ísrael, Bosníu og Úkraínu en hefði allt eins getað endað í umspili með Póllandi og Wales úr A-deild. Hefði þá ekki verið betra að vera í sporum Georgíu? Hefði ekki líka verið betra að spila í C-deild á þeirri leiktíð Þjóðadeildarinnar sem nú er að ljúka? Aðeins sigurvegarar riðla eiga möguleika á að komast í umspil um HM-sæti út frá árangri í Þjóðadeildinni, svo það er þannig séð betra að hafa unnið riðil í C-deild en að enda í 2. sæti riðils í A-deild. Meira að segja San Marínó er nær því en Ísland að komast í HM-umspilið gegnum Þjóðadeildina. Á móti kemur að töp og sigrar hafa áhrif á stöðu á styrkleikalistum, svo að hver sigur hjálpar Íslandi að vera í efri styrkleikaflokki þegar dregið er í hinar raunverulegu undankeppnir stórmóta. Liðið var til að mynda í þriðja flokki af fimm þegar dregið var í undankeppni HM en Kósovó í þeim fjórða. Á stórmót án þróunaraðstoðar Er þá auðvelt að svara því hvort betra sé fyrir Ísland að vinna einvígið við Kósovó? Ekki svo en það hljóta þó allir að vonast eftir skýrum merkjum um að bjartir tímar bíði undir stjórn Arnars og enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að markmið hans, Orra fyrirliða og hinna strákanna í íslenska liðinu sé skýrt; góð frammistaða og sigur. Að sýna að þetta sé lið sem geti komist á stórmót algjörlega án þróunaraðstoðar Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld og sá seinni, heimaleikur Íslands, er á Spáni á sunnudag klukkan 17. Báðir leikir eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 19. mars 2025 14:31