Lífið

Heimir selur í­búð í 101

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimir festi nýverið kaup á einbýlishúsi í Fossvogi.
Heimir festi nýverið kaup á einbýlishúsi í Fossvogi.

Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Nýverið seldi hann glæsilega þakíbuð við Drómundarvog í Reykjavík ásamt því að hafa fest kaup á 269 fermetra einbýlishúsi við Láland í Fossvogi.

Fallegt útsýni og þaksvalir

Umrædd íbuð er 45,8 fermetrar að stærð með 23 fermetra þaksvölum og fallegu útsýni yfir miðborgina. Eignin hefur verið endurnýjuð af smekkvísi með virðingu fyrir upprunalegu útliti hússins og viðhaldssögu þess. Í íbúðinni eru meðal annars upprunalegar innihurðir, gluggasetning, rósettur og loftlistar sem setja heillandi svip á heildarmyndina.

Stofan er rúmgóð með góðum gluggum til austurs og útsýni að Aðventistakirkjunni og upp Hallveigarstíg. Eldhúsið búið hvítri stílhreinni innréttingu með grárri borðplötu. Þaðan er útgengt á stórar skjólsælar þaksvalir með heitum potti og setuaðstöðu. 

Í eigninni eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.