Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna.
Börsungar tróna enn á toppi Evrópu og stefnir allt í að liðið verji titil sinn. Takist að yrði það fjórði Meistaradeildartitill félagsins á síðustu fimm árum.
Leikur kvöldsins í Þýskalandi var í járnum framan af en um miðbik fyrri hálfleiks setti Caitlin Dijkstra boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Aitana Bonmatí. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en á þriggja mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks gerðu gestirnir út um leikinn.
Irene Paredes kom boltanum í netið af stuttu færi eftir sendingu Mapi León. Það var svo Salma Paralluelo sem gerði í raun út um leikinn nokkrum mínútum síðar eftir undirbúning Bonmatí.
❗Any touch meant danger from this set piece and Irene Paredes was there to deliver and double Barça's lead in Wolfsburg!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURNP3 #UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/MjuBcCGTOB
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar klukkustund var liðin og á 79. mínútu minnkaði heimaliðið forystuna. Janina Minge með markið eftir undirbúning Lynn Wilms.
Hin 18 ára gamla Sydney Schertenleib bætti fjórða marki Börsunga við áður en leiktíminn rann út og 1-4 lokatölur.
🚀 GOOOOOOLLLLAAAAAAAAAAAAAZOOOOOOO ❗
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) March 19, 2025
Sydney Schertenleib restores Barcelona's 3-goal lead in Germany with a beauty!
Watch the game live on DAZN & join the DAZN FanZone ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv#UWCLonDAZN #UWCL pic.twitter.com/tixwTGfu5V
Síðari leikur liðanna fer fram í næstu viku og ljóst að útlitið er svart hjá Sveindísi Jane og stöllum hennar.